Innrásin í Írak 2003 hefur þrefaldað olíuverð að mati olíuhagfræðings á vegum Alþjóðabankans og Sameinuðu þjóðanna. Mamdouh Salameh telur, að verð á tunnu væri nú 40 dollarar án stríðsins. Það er með stríðinu komið upp í 135 dollara. Innrásin og óvinsælt hernám hefur dregið úr olíuvinnslu. Víða um heim er olíuvinnsla komin í hámark. Svo sem í Bandaríkjunum, Kanada, Íran, Indónesíu, Rússlandi og Noregi. Hins vegar er hægt að stórauka vinnsluna í Írak, ef friður brýzt þar út. Þeir, sem eru ósáttir við hátt olíuverð hér, ættu að minnast aðildar Íslands að ábyrgð á Íraksstríðinu.