Trump vill verða forseti

Punktar

Donald Trump er dæmi um fenið, sem hefur fangað repúblikana. Hann vill verða forseti eins og Sarah Palin og Mike Huckabee vilja líka. Því tekur hann upp villtustu ímyndanir teboðshreyfingarinnar. Tekur ekki mark á vottorðum og segir Barack Obama fæddan utan Bandaríkjanna. Vitnar í CNN-fylgiskönnun, sem fréttastofan neitar að sé til. Með teboðshreyfingunni hefur skipulögð heimska og ófyrirleitni náð lægstum lægðum í Bandaríkjunum. Donald Trump er dæmigerður málsvari hennar eins og Sarah Palin. Hreyfingunni fylgir aukin fyrirlitning á öllu útlenzku og aukinn vilji til ofbeldis í utanríkismálum.