Trúum ekki einu orði

Punktar

Seðlabankinn beitir blekkingum í athugasemd við rétta frétt um undanþágu til gjaldeyriskaupa. Svarar ekki spurningunni um, hvort þetta sé undanþága. Mér sýnist upprunalega fréttin hafa verið rétt og að Seðlabankinn ljúgi, þegar hann segir hana ranga að öllu leyti. Athugasemd bankans er greinilega samin af lagatækni, sem beitir orðhengilshætti til að skauta framhjá sannleikanum. Nákvæmlega eins og lagatæknir Fangelsisstofnunar beitir til að skauta hjá sannleikanum um fríðindi Baldurs Guðlaugssonar. Spillingin er orðin slík, að ekki er lengur hægt að trúa orði, sem kemur frá lykilstofnunum kerfisins.