Tryggvi Þór Herbertsson hefur skrifað enn eina skýrsluna undir dulnefninu Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Allar, allar hafa þær niðurstöður í þágu þess, sem pantaði og borgaði skýrsluna. Að þessu sinni hefur Tryggvi, öðru nafni Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, samið skýrslu fyrir Hafnarfjarðarbæ, þar sem bæjarstjóra Samfylkingar dreymir um álver. Í skýrslunni er ekkert rætt um útblástursmengun, umhverfisskaða og raflínur. Ekkert er þar heldur fjallað um, að orkan er ekki sjálfbær, heldur mun ganga til þurrðar. Því er gott fyrir Tryggva að kalla sig Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.