Enginn Íslendingur hefur haft eins lengi og oft rangt fyrir sér og Tryggvi Þór Herbertsson, nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fyrst gekk hann undir dulnefninu Hagfræðistofnun Háskólans og skrifaði skýrslur í þágu pantenda. Varð vinsæll af fjármálastofnunum bólunnar og gerður að forstjóra slíkrar. Síðan ráðgjafi Geirs Haarde í hruninu, sagði allt í þessu fína. Fór loks í pólitík. Alls staðar vakti hann athygli fyrir skrítnar kenningar. Áður hefði ruglið farið framhjá hefðbundnum fjölmiðlum. En nú er til blogg, sem tekur á öllum vanda. Tryggvi hefur því blessunarlega sopið ýmsa fjöruna. Og vælir.