Tryggvi Þór á rétta hillu

Punktar

Ég fagna, að Tryggvi Þór Herbertsson verður þingmaður Flokksins. Þar á hann heima. Er frægastur hagfræðinga fyrir að hafa ævinlega rangt fyrir sér. Fyrst man ég eftir honum, er hann vann við Háskóla Íslands undir dulnefninu Hagfræðistofnun. Þar samdi hann skýrslur í anda frjálshyggjunnar í þágu stjórnar Davíðs Oddssonar. Varð brátt vinsæll af fjárglæframönnum og fékk að stýra slíku fyrirtæki. Það gekk illa hjá honum. Frægastur varð hann fyrir skýrsluna, sem sagði nokkrum dögum fyrir hrunið, að allt væri í fínasta lagi. Núna segir hann ríkissjóð nánast skuldlausan. Fínt mál fyrir Flokkinn.