Tryllt umhverfisstríð

Punktar

Matthew Engel hefur ferðast um Bandaríkin þver og endilöng til að kynna sér ástand umhverfismála og í framhaldi af því skrifað langa grein, “Road to Ruin”, í Guardian um ört versnandi ástand umhverfismála í Bandaríkjunum. Þar hefur ríkisstjórn George W. Bush af kerfisbundnum tryllingi háð stríð gegn náttúru landsins, loftslagi heimsins og framtíð mannkyns. Grein þessi er alls ekki ætluð hjartveikum til lestrar, svo furðulegt og skelfilegt er ástandið, sem þar er lýst. Þótt hagsvöxtur hafi um skeið verið meiri í Bandaríkjunum en Evrópu, hlýtur dæmið að snúast við, þegar skyndigróðafíknir Bandaríkjamenn neyðast til að byrja að hreinsa til eftir sig, svo að þeir lifi af í náinni framtíð.