Trylltir ganga lausir

Punktar

Helztu geðsjúklingar lögreglunnar skipa sérsveit til fá útrás. Fyrir viku réðst sveitin inn á opinbert heimili hælisleitenda í Kópavogi, braut hurðir og bramlaði, gargaði ókvæðisorð að fólki, sem skildi ekkert. Allir fimmtán heimilismenn voru handteknir, sumir á nærbuxunum, og færðir á lögreglustöð. Síðar um daginn var þeim sleppt út á götuna, þá enn á nærbuxunum. Sérsveitin er skipuð ruddalýð, sem á heima á stofnun fyrir hættulega geðsjúklinga. Og yfirmenn þeirra ættu ekki að hafa landvistarleyfi. Yfirlögregluþjónninn Friðrik Smári Björgvinsson segir þetta “í samræmi við aðstæður”. Snargalið.