Tugmilljarða tafatjón

Punktar

Auðjöfrar með fé í skattaskjólum eru vampírur, segir Pierre Moscovici, hagstjóri Evrópusambandsins. Vill, að Evrópa taki saman höndum að skrúfa fyrir skattsvikin. Verði gert með sérstökum lögum, svartsetningu skattaskjóla, efnahagsþvingunum og með auknu gegnsæi. En hætt hefur verið við lögsókn í sextíu málum gegn grunuðum skattsvikurum á Íslandi, Vegna tafa hjá dómstólum. Voru þar í húfi 30 milljarðar króna, vænn slatti í velferðina. Tjónið nemur milljarðatugum. Þetta er eins og annað í bananaríkinu, málsmeðferðir brenna inni á tíma. Skattrannsóknastjóri vill endurupptöku, en engin hreyfing er hjá kerfinu, gegnsýrðu af Sjálfstæðisflokknum.