Tugthús, afsagnir og brottrekstur

Punktar

Tuttugu gullætur banka og útrásar eiga að sitja í fangelsi og ekki framar að fá að vera í bisness. Fjórtán pólitíkusar hrunsins eiga að hætta í pólitík og ekki bara að fara í frí. Tíu æðstu embættis- og eftirlitsmenn eiga að sæta brottrekstri. Tugir bókhaldstækna, yfirmanna í bönkum og lagatækna sæti háum fjársektum. Falda fjármuni allra þessara aðila þarf að grafa upp heima og erlendis. Slík aðgerð fer langt með að fela í sér hreinsun eftir hrunið. Snúum okkur að vísu jafnframt að uppbyggingunni. En við þurfum að gera upp fortíðina. Uppgjör við hina ýmsu dólga eru bráðnauðsynlegur hluti af því.