Tugþúsundir Framsóknar

Punktar

Vægi Framsóknar hafði minnkað niður í 10% kjósenda, þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom til skjalanna. Með ævintýralegum loforðum tókst honum að lyfta fylginu upp í 25% í kosningunum í fyrra. Afar grófar tölur eins og þær, sem hér fylgja eftir. Til viðbótar 20.000 hefðbundnum kjósendum hins dauðvona flokks komu 25.000 aðrir kjósendur með glýju í augum. Þegar í ljós kom, að loforð SDG voru hreinn þvættingur, fóru þessir nýju kjósendur hans að rjátlast burt. 15.000 eru þegar farnir samkvæmt könnunum, en 10.000 sitja enn eftir. Það eru þeir, sem eru svo tregir, að þeir hafa ekkert fattað enn.