Frá Baugaseli í Barkárdal um Tungnahrygg að Fjalli í Kolbeinsdal.
Einn af hæstu fjallvegum landsins í 1170 metra hæð.
Förum frá Baugaseli vestur Barkárdal. Norðan við Lambárhnjúk beygjum við til norðvesturs upp á fjallið vestan við Eiríkshnjúk. Þar á Tungnahrygg náum við 1170 metra hæð. Síðan förum við norðnorðvestur í Austurdal og síðan norðvestur um óralangan Kolbeinsdal alla leið vestur að skálanum Fjalli í Kolbeinsdal.
27,6 km
Eyjafjörður, Skagafjörður
Skálar:
Fjall: N65 46.051 W19 05.581.
Baugasel: N65 39.370 W18 36.640.
Nálægar leiðir: Heljardalsheiði, Þverárjökull, Hólamannavegur, Hákambar, Skíðadalsjökull, Héðinsskarð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins