Tungumálið flýtur

Fjölmiðlun

Einu sinni var ágætt betra en gott. Nú er gott betra en ágætt. Merking orða breytist í tímans rás. Einu sinni var ljótt að vera krati og kommi. Síðar urðu menn stoltir af að kalla sig krata og komma. Vandamálafræðingar komu samt einn góðan veðurdag og vildu bannfæra orð vegna neikvæðrar merkingar. Svertingi getur verið hlutlaust orð í dag, en fordómaorð á morgun. Negri getur verið fordómaorð í dag, en verður hlutlaust orð á morgun. Vonlaust er að flýja undan tungumálinu. Það hefur lag á að koma að þér síðar úr öfugri átt. Bannfæringar félagslegs rétttrúnaðar eru dæmdar til að mistakast.