Tunnan í keldunni

Punktar

Hagfræði nútímans er komin í fyndnar ógöngur. Áróðursritið Economist segir, að Þjóðverjar spari of mikið, bæði einkaaðilar og opinberir aðilar. Afleiðingin sé hrikalegur yfirballans á utanríkisviðskiptum. Jafngildi því, að Þýzkaland sé heimsins mesta ógnun við frjáls viðskipti. Sparnaður er semsagt hættuleg ógnun. Nær væri fyrir tímaritið að hvetja aðra til að fara að dæmi Þjóðverja. Spara peninginn og leggja fyrir í stað þess að eyða í sukk og svínarí. Þrátt fyrir hátt evrugengi geta þýzk tæknifyrirtæki keppt við Austur-Asíu í dollaraverði. Raunar er öll hagfræði nýfrjálshyggjunnar eins og botnlaus tunna ofaní djúpri keldu.