Túristabólan að springa

Punktar

Nánast mánaðarlega springa tölur um áætlaðan fjölda ferðamanna. Í janúar reyndist fjöldinn vera 75% hærri en í janúar í fyrra. Ekki kæmi mér á óvart, þótt þetta ár komi 80% fleiri en í fyrra. Hingað til hefur verið unnt að hýsa umframfólk með rosaátaki AirB&B fólks. Fólk hefur fixað upp herbergi og íbúðir fyrir ferðafólk. Alls um 3.000 herbergi á Reykjavíkursvæðinu. Segir lítið upp í aukninguna, að Reykjavík geri klárt fyrir 1.400 smáíbúðir á þessu ári. Það er krækiber í helvíti almenns húsnæðisleysis á höfuðborgarsvæðinu. Túristar og fátækir slást um þessi herbergi. Koma þarf umsvifalast böndum á túrismann, annars springur túristabólan.