Ekkert vit er í að reyna að selja Ísland sem ódýrt ferðamannaland. Helzta atvinna þjóðarinnar þarf að geta veitt góð lífskjör. Hér á að vera dýrt að ferðast, jafnvel þótt súkkulaðikaka í Vogafjósi kosti 1300 krónur. Ferðamenn bera íslenzkt verð ekki saman við verð á sólarströndum. Þeir bera hins vegar saman verð milli staða, til dæmis milli Reykjavíkur og landsbyggðar. Og þeir sjá víða votta fyrir okri í sveitinni. Í Reykjavík eru þó boðin góð hótel og frábær veitingahús, sem leitun er að úti á landi. Á internetinu tala túristar saman og vara hver annan við óhóflegu verðlagi. Vogafjós má því passa sig.