Túristinn orðinn kóngur

Ferðir

TripAdvisor er dásamlegur vefbanki. Þar sé ég, hvað viðskiptavinir segja um gistingu og veitingar, ferðastaði og afþreyingu. Veitingarýnin er að vísu út og suður, en smám saman lærði ég að finna alvörurýni. Hún er oft frá þeim, sem ferðast víða og skrifa oft, en síður frá þeim, sem skrifa fátt og segja þá “en dásamlegt, skál”. Hokinn af lestri góðrar rýni merki ég í tölvunni 30 ágætar matarholur í miðborg Miklagarðs. Þær fara sjálfvirkt á borgarkortið í símanum. Þannig finn ég staðina fljótt og vel. Sama er að segja um hótelið og áhugaverða skoðunarstaði og ferðaþjónustu. Túristinn er orðinn kóngur.