Tvær hliðar á vondu bloggi

Fjölmiðlun

Mbl.is hefur lokað bloggi nafnleysingjans Johnny vegna nazistaáróðurs hans og afneitunar á helför gyðinga. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson hefur beðið um opinbera rannsókn á ummælum nafnleysingjans. Hvort tveggja er eðlilegt. Fjölmiðill eða annar netþjónn getur ekki borið ábyrgð á Johnny. Opinberir aðilar hljóta að upplýsa, hver er Johnny huglausi. Svo er það allt annað mál, að nafngreindu fólki er fyllilega heimilt að hafa hvaða skoðanir sem er, einnig rangar skoðanir. Menn eiga að fá að reka nazistaáróður og afneita helförinni, bara ekki undir dulnefni. Í því felst skoðanafrelsið.