Tvær uppreisnir kokksins

Veitingar

Í þrjá áratugi hefur Parísarkokkurinn Alain Senderens verið draumakokkur minn. Um 1980, þegar ég kynntist honum, var hann einn framvarða Nouvelle Cuisine. Sú stefna sagði klassískri matreiðslu franskri stríð á hendur, bauð léttari og nútímalegri matreiðslu. Þá rak hann veitingahúsið Archestrate. En hefur síðan 1985 átt Lucas Carton við Madeleine-torg, heimskunna höll spegla og kristals. Í þrjá áratugi hafði hann þrjár stjörnur hjá Michelin. Árið 2005 skrifaði hann Michelin og frábað sér stjörnurnar. Hafnaði Michelin. Hann snarlækkaði verðið, einfaldaði matinn og gerði þjónustuna óformlegri.