Tveggja flokkka samleið

Punktar

Yngvi Örn Kristinsson og Steinþór Gunnarsson keyrðu Landsbankann í þrot sem lykilstarfsmenn í hruninu. Kæra bankann vegna vangreiddra launa upp á 700 milljónir króna. Hugarfar græðginnar á fullri ferð. Árni Páll Árnason, ráðherra og helzti Blair-isti Samfylkingarinnar, réð Yngva Örn til að semja frumvarp um skuldara. Yngvi samdi frumvarp um að bæta stöðu ríkisbubbanna. Þannig er Samfylkingin enn í dag. Hún er sannur hrunflokkur með Blair-ista sem ráðherra og með ráðgjafa beint úr hringiðu spillingarinnar. Það er rétt hjá Þorsteini Pálssyni, að Samfylkingin á samleið með Sjálfstæðisflokknum.