Tveggja turna tal

Punktar

Pólitíkin á Íslandi hefur á þessu ári snúist um tvo turna, tvo póla. Ekki þá turna, sem Samfylkingin vonaðist eftir á velmektarárum sínum. Við höfum fengið raunverulegt val, ekki val milli hægfara og snöggrar innrásar auðræðis. Annars vegar eru bófarnir, sem mjólka samfélagið í þágu greifa og auðræðis. Hins vegar er bylting unga fólksins. Hyggst staðfesta stjórnarskrána, ná þjóðarauðlindum til baka úr klóm greifanna. Hyggst líka afnema leyndó, galopna stjórnsýslu og stjórnmál. Vonandi tekst henni líka að snúa niður bankstera og skera krabbamein bankanna. Loks höfum við fengið tveggja turna tal, milli fortíðar og framtíðar.