Tveir áratugir þvegnir burt

Punktar

Davíð Oddsson segir í leiðara Moggans að draga þurfi Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon fyrir Landsdóm. Væntanlega er það liður í breyttri söguskoðun, sem á að þurrka út tveggja áratuga valdatíma Davíðs Oddssonar. Tugþúsundir Íslendinga vilja trúa, að Jóhanna og Steingrímur hafi verið við völd síðan löngu fyrir hrun. Afglöp þeirra eru mjög alvarleg að mati Davíðs. Minnir okkur á, að Davíð hefur enn ekki verið dreginn fyrir Landsdóm, þótt sök hans sé ærin. Meiri en sök Geirs Haarde, Björgólfs Thor Björgólfssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til samans. Því fljúga smjörklípur Davíðs.