Tveir flokkar gegn þjóðinni

Punktar

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa tekið stöðu gegn þjóðinni og með kvótagreifunum. Eðlileg afleiðing af langvinnri þjónkun við gráðuga sérhagsmuni. Í gamla daga ráku þeir lénsveldi. Kolkrabbinn og smokkfiskurinn áttu og átu þjóðfélagið. Höfðu samstarf um einokun á flestum mikilvægustu sviðum verzlunar og þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar enn bankamálum og bíður færis að endurreisa lénsveldið. Er kostaður af kvótagreifunum, sem einnig fjármagna Moggann og fleiri fjölmiðla. Fátt bendir til, að við höfum burði til að reka hinar sígráðugu pólitísku afætur úr íslenzkri pólitík.