Tveir fyrirvarar og flugferð

Punktar

Við losnum ekki við IceSave, málið er komið of langt. En Alþingi getur sett fyrirvara, ekki marga, bara einn eða tvo. Að minnsta kosti fyrirvara um, að greiðslur fari ekki yfir ákveðið prósent af landsframleiðslu. Einnig þarf Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi flugfreyja, að láta af flughræðslu. Hún þarf að fara í skyndiferð til forsætisráðherra Bretlands og Hollands til að skýra fyrirvara Alþingis. Einn-tveir fyrirvarar og ferð Jóhönnu mun duga til að hindra refsingar fyrir dræmar viðtökur IceSave samnings. Við þurfum að verjast IceSave hruni um leið og við höldum sjó í fjölþjóðlegum samskiptum.