Bernskuvinur minn er Sigurður Steinþórson, síðar jarðfræðiprófessor. Hann er sonur Auðar, dóttur Jónasar frá Hriflu Jónssonar. Með Sigurði fór ég oft til Jónasar að Hnitbjörgum á Hávallagötu. Fyrir mér var það höll. Ég var sex ára, þegar Jónas fékk mig í ökutúr með sér og Sigurði heim til Jónasar afa míns Kristjánssonar að Gunnarsbraut 28. Þeir höfðu átt í illu á Alþingi, þar sem afi minn sagði Hriflu-Jónas geðveikan. Hittum afa minn og þeir nafnar fóru í göngutúr eftir Gunnarsbraut. Ég man eftir baksvipnum … (Úr bókinni: Jónas Kristjánsson: Frjáls og Óháður, 2009)