Tveir stjórnmálamenn hafa undanfarið veitzt að bloggurum. Hrun-ráðherrann Björgvin Sigurðsson telur þá hafa rýrt æru sína. Hann vill knýja fram aukna ritskoðun í samfélaginu. Hinn er Trausti Þór Herbertsson, sem neitar að hafa fengið kúlulán og síðan fengið það fellt niður. Hann fer með rangt mál. Varnagli, einkahlutafélag Tryggva, fékk 150 milljón króna kúlulán hjá Aski og aðra eins upphæð hjá Glitni. Hann samdi síðar um, að lánið yrði fellt niður. Engin furða er, að menn á borð við Björgvin og Tryggva Þór kveini undan meðferð netheima á sér. Bloggið þrengir svigrúm hættulegra pólitíkusa.