Tveir reiðilestrar Reynis

Fjölmiðlun

Reiðilestur Reynis Traustasonar í leiðara DV í dag um vinstri pólitík minnir á reiðilestur hans um vantrúarhunda fyrr í vetur. Hvort tveggja var ólíkt Reyni og ólíkt hversdagslegum stíl blaðsins. Flestir játa, að í senn þurfi að hækka skatta og spara í ríkisrekstri. Flestir játa, að vinnuaflsfrekar aðgerðir á kostnað ríkisins henti í slæmri stöðu. Það er eins og Reynir vilji herða atvinnuleysið. Að hætti frjálshyggju kallar hann félagslegar aðgerðir fátæktargildru. En þjóðin er komin í nýjan fasa núna. Hún mun hvorki trúa róttækum hægri texta gegn vantrú né gegn félagslegum lausnum.