Jón Bjarnason ráðherra getur ekki svarað spurningum fréttamanna frekar en fyrri daginn. Endurtekur bara texta út í hött. Þetta er hans sérgrein. En með þessu staðfestir hann ekki áburð Ásmundar Einars Daðasonar. Sá sagði Jóni hafa verið hótað missi ráðherradóms, ef hann makkaði ekki rétt. Var áður búinn að vitna í SMS-hótanir, sem hann gat svo ekki lagt fram. Þetta eru tveir undarlegir fuglar á svipuðum væng í tilverunni. Fyrst og fremst marklausir. Brunaliðsmenn reyna þó að hreinsa til í rústum hrunsins. En þessir tveir standa vörð um sérhagsmuni að gömlum íslenzkum stjórnmálasið.