Tvenns konar Framsókn

Punktar

Hyggist Framsókn hafa einhver áhrif fram í tímann, verður hún að díla við aðra flokka. Með formann, sem enginn vill reyna að díla við, verður þetta ókleifur múr. Sigmundur Davíð er fæla. Það er annað hvort hans leið eða engin leið. Við hann er ekkert um að semja. Þótt hans Framsókn fái 10% fylgi, fær hún engu að ráða. Dæmd til langvinnrar stjórnarandstöðu. Verður ekki húsum hæf. Sigurður Ingi er hins vegar vel látinn. Fólk er ekki hrætt að díla við hann. Það er bara eins og kaupin gerast á eyrinni. Þótt hans Framsókn fái sama 10% fylgi, getur hún lagt sitt lóð á vogarskálar stjórnarsamstarfs. Framsókn verður ekki fryst.