Tvenns konar fyrirtæki

Punktar

Gera verður greinarmun á fyrirtækjum, sem framleiða vörur eða þjónustu, og ruglfyrirtækjum. Exista, Milestone, Burðarás, Baugur og svo framvegis eiga að fara á hausinn sem allra fyrst. Þau eru tómar skeljar utan um ekki neitt nema svindl og brask. Eigendur þeirra og forstjórar eiga að hverfa á braut. Öðru máli gegnir um Icelandair, Símann, Eimskip og önnur fyrirtæki, sem búa til verðmæti. Gjarna má athuga, hvort ekki sé lífsvon í þeim. Ef þau eru of skuldsett, þurfa eigendur þeirra og forstjórar að hverfa á braut. Bankarnir eiga að afhenda þau öðrum eigendum, sem hafa reynslu af hófsömum rekstri.