Óviðeigandi væri að kjósa forseta og stjórnarskrá við sama tækifæri. Á alþingi í dag vakti Ólafur Ragnar Grímsson forseti athygli á þessu. Gengi stjórnarskrár kann að hafa áhrif á fylgi forsetaefna. Og fylgi forsetaefna kann að hafa áhrif á gengi stjórnarskrár. Ósæmilegt er að framleiða slíka hættu. Hvort tveggja er nógu mikilvægt til að kalla á sérstakan kjördag. Stjórnarskráin er örugglega sérstakrar atkvæðagreiðslu virði. Hins vegar var frammistaða forsetans lakari, þegar kom að tvíræðum texta um hans eigin framtíð. Óviðeigandi er, að forseti tali dulmál og segi fólki ekki beint út á íslenzku, að hann muni aldrei hætta.