Tvisvar dæmd í Hæstarétti og vöruð við í ráðuneytinu heldur Sigríður Andersen áfram sem dómsmálaráðherra. Skjöl úr ráðuneytinu sýna, að henni var ráðlagt að handvelja ekki flokksmenn sína í dómaraembætti. Hún segir, að breyta þurfi lögum, en ekki ráðherrum. Enda hefur tíðkast frá fyrsta innlenda ráðherranum, Hannesi Hafstein, að ráða klíkufélaga í öll sjáanleg embætti. Katrín forsætis ver hana með óskiljanlegu masi og þrasi. Sigríður er yzt í öfgaarmi bófaflokksins. Brýnt er að leggja fram á alþingi tillögu um vantraust. Þótt atkvæðavélar stjórnarinnar allar verji hana falli, er það samt blettur á mannorði þeirra, þegar næst verður kosið.