Robert Wright stillir í New York Times upp heimsviðburðum líðandi stundar og ber saman við heimsviðburði fyrri alda, svo sem hrun viðskipta við Miðjarðarhafið fyrir rúmlega þremur árþúsundum og Svarta dauða fyrir tæpu árþúsundi. Hann rekur, hvernig hnattvæðingin hefur í senn fært mannkyninu möguleika og bakað því vandræði. Þetta er óvenjulega þroskuð blaðagrein um heimspólitískar krossgötur nútímans. Hún spannar hungur og hryðjuverk, hatur og heimsvaldastefnu.