Héðan frá Lissabon sýnist mér tvístirni borgarinnar hafa farið mikinn. Gamli, góði Villi og Bingi á Hummernum hafa framið athafnastjórnmál. Þeir eru að reyna að draga Orkuveituna undan útsvarsgreiðendum og afhenda hana ólígörkum í útrásinni. Jafnvel Hannesi Smárasyni, sem á það sameiginlegt með Binga á Hummernum að leggja í stæði fatlaðra. Fæstir mæla bót þessum athafnastjórnmálum. Guðni Ágústsson reynir að fría Framsókn frá aðild að málinu. Hann sér líka höggstað á hinum sérkennilega arfaprinsi flokksins. Og Sjálfstæðisflokkurinn er ósáttur, þótt menn fari varlegar í orðbragðið.