Tvíhöfða örn þjóðrembu

Punktar

Meginþráður rússneskrar þjóðrembu er, að Rússar séu guðs útvalin þjóð. Moskva sé þriðja Róm, sem varðveiti rétta trú. Tvíhöfða örn í skjaldarmerki sameinar Pútín, rússnesku keisarana og forvera þeirra, keisara Miklagarðs. Pútín lítur ekki aðeins á sig sem arftaka tzarins, heldur líka hinna býzönsku keisara. Að hætti Hitlers sogar hann upp fylgi haturs á útlandinu. Hitler taldi fólk sitt hafa verið svikið í friðarskilmálum, Pútín telur sitt fólk hafa verið svikið í sundurlimun Sovétríkjanna. Pútín magnar þjóðrembu og reiði Rússa og virkjar hana í kosningum. Eldfim er vissa hans um, að veikgeðja Evrópa muni lúffa.