Með sama framhaldi verður Ríkisútvarpinu skipt í tvennt. Á einum stað verður menning, sem útvarpsstjóri mundi kalla fámiðlun. Þar verður sambandið við fortíðina og menningarsöguna, svo og auðvitað fréttir og fréttatengt, sem fávitar hafna. Þetta verður rekið á fjárlögum í samræmi við bókfært hlutverk Ríkisútvarpsins. Á öðrum stað verður það, sem útvarpsstjóri mundi segja hafa víðari skírskotun. Þar verða nútímatónlist og íþróttir, svo og fávitaþættir eins og nú eru farnir að tíðkast. Sá hluti verður rekinn á auglýsingatekjum og verður fyrr eða síðar seldur einkareknum sérfræðingum í atferli fávita.