Tvítrúaðir og fjöltrúaðir

Punktar

Japanir hafa skrítna trúarsiði, tvenn trúarbrögð í senn, shintó og búdda. Gömul forfeðradýrkun er shintó og búddismi er lífsspeki fremur en trú. Japani hefur báða siði og kannski þann þriðja í viðbót. Fæðist í shintó, giftist í kaþólsku og deyr í búddisma. Notar þá helgisiði, sem hæfa hverju tækifæri. Fer eftir aðstæðum í shintó-hof, búdda-hof eða kaþólska kirkju. Lítur fyrst og fremst á trú sem helgisiði. Engin spenna virðist vera milli þessara mjög svo ólíku siða í Japan. Þeir einu sem slá Japani út í trúarvídd eru íslenzkt nýaldarfólk. Það trúir öllu dularfullu í boði, allt frá stokkum og steinum niður í stjörnuspár.