Góð hugmynd er, að Alþingi samþykki IceSave samninginn með því skilyrði, að árleg greiðsla verði ekki hærri en 2% af landsframleiðslu. Hún var 1465 milljarðar króna árið 2008. 2% af þeirri tölu nema 30 milljörðum króna. Það er tvöföld talan, sem fólst í tillögu Tryggva Þórs Herbertssonar. Ég geri ráð fyrir, að Bretland og Holland láti kyrrt liggja. Enn frekar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið. Þegar kemur að greiðslum, verða aðstæður orðnar aðrar. Þá verða menn ekki eins uppteknir af fordæmisgildi samningsins við Ísland. Samþykkjum því hugmynd Tryggva, en setjum 2% mark.