Tvö stuttorð bréf

Punktar

Fyrra bréfið er til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og hljóðar svo: “Ríkisstjórn Íslands skilur, að sjóðurinn á erfitt með að uppfylla annað stig samnings um stuðning við Ísland. Stafar af þjónkun við Bretland og Holland í frágangi samnings um IceSave. Alþingi hefur veitt heimild til greiðslu vegna IceSave, en Bretland og Holland hafa ekki samþykkt fyrirvarana. Viljum við því losa handrukkarann undan loforðum við Ísland.” Síðara bréfið, til Hollands og Bretlands, hljóðar svo: “Þar sem þér hafið ekki viljað fallast á að ljúka IceSave samningnum, tilkynnist yður, að heimild Alþingis er fallin niður.”