Ofan á fyrra heimsmet í kosningaloforðum hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sett heimsmet í áætlunum. Á alþingi í gær sagðist hann vera með á prjónunum heimsins róttækustu aðgerðir í málum skuldara. Lítið er samt vitað um gerðir hans í þessu efni. Annað en að enn er verið að skipa í nefndir. Þetta minnir á ferð hans til Noregs í gamla daga eftir hrunið. Þá ætlaði hann að sækja hundruð milljarða til að forða okkur frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Aldrei fundust þeir peningar. En nú er hugsanlegt, að takist að koma hinum flottu nefndum í gang. Sigmundi Davíð verður sjaldan orða vant um sinn góða vilja.