Tvöfalt er tjónið, ef Alþingi gefst upp á stjórnarskránni en samþykkir 20 ára eignarhald kvótagreifa á þjóðarauðlindinni. Tvöfalda tjónið er botninn á svikum fjórflokksins við þjóðina og hörmulegur endir á marklausu samstarfi vinstri flokkanna. Þeim verður ekki lengur treyst sem mótvægi við bófaflokka á vegum auðs og kvóta. Ríkisstjórnin fór af stað með glæsibrag, en hefur síðan koðnað niður í algeran aumingjaskap. Hvergi virðist bein í skrokki Samfylkingarinnar. Vinstri grænir hafa týnt öðrum hvorum þingmanni sínum á vertíðinni. Og hægri armur fjórflokksins rekur eindregna sérhagsmunapólitík.