Tvöfalt tjón af Davíð

Punktar

Fyrir margt löngu sagði Davíð Oddsson þjóðráð að einkavæða Símann og fá 60 milljarða fyrir. Til að byggja hátæknispítala og bæta vegi og netsamband í strjálbýlinu. Svo einkavinavæddi hann Símann. Ekki kom ein einasta króna út úr því. Hins vegar varð Síminn gjaldþrota undir nýrri kennitölu, sem heitir Skipta. Gjaldþrotið nemur 62 milljörðum til viðbótar við 60 milljarðana, sem týndust, þegar Davíð fékk þjóðráð sitt í hausinn. Einkavinavæðing Símans er dæmigert rugl, er Sjálfstæðisflokkurinn bauð þjóðinni á tíma Davíðs og býður enn. Bjarni Benediktsson vill einkavæða orkuna. Kjósendur hans eru galnir.