“… öfgamenn, sem telja sig vera í stríði gegn meintri heimsvaldastefnu Bandaríkjanna, kveiktu í fjórum stórmörkuðum …” Svo segir Fréttablaðið í dag. Annað hvort “telja menn sig vera í stríði gegn heimsvaldastefnu” eða þeir “eru í stríði gegn meintri heimsvaldastefnu.” Ekki tvær afneitanir í senn, ekki tvöföld afneitun. Höfundi textans, aa, er svo mikið í mun að setja gjá milli sín og vinstri öfgamanna, að hann sést ekki fyrir í texta. Þar fyrir utan var alls ekki sýnt fram á, hverjir kveiktu í stórmörkuðunum. Pólitísk viðhorf skriffinna skína oft í gegn í fréttum.