Tvöföldun á framleiðni Bandaríkjanna síðustu þrjá áratugi skilaði sér að engu leyti til almennings. Allur gróðinn fór á toppinn. Láglaunafólk býr við verri afkomu og því er sagt að halda kjafti, annars verði það rekið. Skakkt er gefið í markaðshagkerfinu. Hlýtur að enda í blóðugri byltingu. Sama sagan er hér á landi, sjáið ríkisstjórnina, sem skóflar undir auðgreifa og sparkar í fátæka. Verkalýðshreyfingin er lömuð, sjáið hvernig Rio Tinto hagar sér. Auðvitað er þetta fávísum kjósendum að kenna. Í næstu kosningum hafa þeir síðasta tækifæri til að varpa skrímslinu af herðum sér. Og skapa samfélag fyrir alla borgarana.