Ég er ekki sá fyrsti, sem gagnrýnir hrossamót. Sigurður Haraldsson var einn þekktasti hrossaræktandi landsins, átti rauðblesóttu Kirkjubæingana. Hann sagði í viðtali við Eiðfaxa 1992: “Mér finnst að við séum á hraðri leið með að týna mýktinni úr hrossunum. Í mínum augum liggur áherzlan öll orðið á sýningarhestunum, en ekki reiðhestunum. Nú miðast allt við auga áhorfandans, en reiðhestur fyrir reiðmanninn er ekki það, sem sóst er eftir. Mér finnst þetta ná alltof mikið inn í ræktunina líka núorðið.” Ég tel, að allan gang eigi að dæma eftir sjálfvirkum hristingsmæli í hnakki.