Tyrkir eru Grikkir

Punktar

Tónlistin og dansinn eru eins, maturinn og geitaræktin eru eins. Af ferðum mínum um Grikkland og Tyrkland sannfærðist ég fyrir löngu um, að þar byggju náskyldar þjóðir, þótt Grikkir séu frjálslegri í fasi en Tyrkir. Nú er staðfestingin komin. Á þingi gena- og fornleifafræðinga á Long Island fyrir helgina sýndi dr. Peter Underhill frá Stanford-háskóla, hvernig gena-sagnfræðingar geta rakið Y-litningalínur í rás aldanna. Þeir hafa m.a. fundið, að Tyrkir, sem réðust inn í hina grísku Anatólíu fyrir ellefu öldum og hnekktu síðar Miklagarði, hafa lítið skilið eftir sig í genum nútímafólks á svæðinu. Það var aðeins 40.000 manna her, sem tók völdin á svæði, þar sem bjuggu 12 milljónir manna á rómverskum tíma. Tyrkir nútímans eru afkomendur Grikkja, Galata og annarra Anatólíumanna fornaldar, hafa bara skipt um trú og tal.