Tyrkland stimplar sig út

Punktar

Harka forsætis og lögreglu í Tyrklandi gegn andófsfólki hefur nánast fórnað aðild landsins að Evrópu. Angela Merkel og jafnvel François Hollande hafna Tyrklandi. Carl Bildt frá Svíþjóð segir hins vegar, að Tyrkir muni haga sér betur innan Evrópu. Þetta er gamalkunnur vandi, á að taka inn ríki með því að hliðra til skilyrðum? Stundum gefst það vel, til dæmis Eystrasaltsríkin og Pólland. Stundum miður, eins og Ungverjaland og nærri allur Balkanskagi. Miðjarðarhafsríkin hafa líka verið tæp og falsa hagtölur. Grikkland er bófi. Bakslagið er komið og Tyrkland er nærtækt fórnardýr hertra inngönguskilyrða.