Marklaus er Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Hönnu Birnu. Fyrir nokkrum árum flutti hún erindi við Háskólann á Akureyri um, að lögreglan þyrfti að deila upplýsingum með almenningi. Hún þyrfti að tengjast fólkinu betur. Svo snýr hún við blaðinu, þegar hún er orðin lögreglustjóri í Reykjavík. Vill núna kerfisbundið ekki tjá sig við fjölmiðla. Á henni dynja spurningar um framferði hennar sem lögreglustjóra í Keflavík, en hún svarar engu. Margir hafa ítrekað reynt að ná sambandi við hana, en ekkert gengið. Skelfilegt dæmi um marklausan embættismann flokkspólitískan, er gerir sig breiða í fyrirlestrum án innihalds.