Úldin lögguepli

Punktar

Um daginn var kallað í lögreglu vegna árásar. Hún kom og setti fórnarlambið í handjárn og fangelsi, en sleppti árásarmanninum. Fórnarlambið er frá Palestínu, en lengi búsett á Íslandi. Löggan laug, að fórnardýrið hafi verið með hníf, en tókst ekki að sýna neitt sönnunargagn, Löggan laug, að árásarmaðurinn hafir verið vopnlaus, en hann var með hnúajárn. Starfsfólk á staðnum staðfesti þessa frásögn, svo og öryggismyndavélar. Engar skýringar hafa fengizt hjá löggunni, þrátt fyrir ítrekaðar óskir. Hreinsa þarf rasista úr löggunni og sömuleiðis þá yfirmenn, sem vernda rasistalöggur. Sum eplin við Hlemm eru greinilega úldin.