Nýr þingmeirihluti í Bandaríkjunum losar þau úr úlfakreppu róttæklinganna, sem þar hafa verið við völd í sex ár. Donald Rumsfeld er farinn og John R. Bolton er útleið, svo og aðrir fanatíkusar, sem eru í fylkingarbrjósti ofbeldisstefnu Bandaríkjanna. George W. Bush og Dick Cheney hætta eftir tvö ár og neyðast á meðan til að semja við demókrata um mildari stefnu í utanríkismálum og umhverfismálum. Lágmarks mannasiðir verða teknir upp að nýju í samskiptum Bandaríkjanna við umheiminn. Allur heimurinn getur andað léttar, þegar geðveikin hverfur og menn byrja aftur að tala saman.